Hirtshals

Höfnin í Hirtshals

Hirtshals er fiskibær á Norður-Jótlandi með 5900 íbúa (2018). Hirtshals er sérstaklega þekktur fyrir höfnina sína og var bærinn byggður út frá höfninni 1919-1931.

Fiskiðnaður er stór hluti af bæjarlífinu ásamt ferðaþjónustu og sumarhúsaleigu.

Nafnið er á þann veg til komið að sjófarendum þótti sveigurinn á ströndinni minna sig á hjartarháls og má heitið finnast skjalfest frá 16. öld.


© MMXXIII Rich X Search. We shall prevail. All rights reserved. Rich X Search